Miðberg er byggð á gömlum grunni félagsmiðstöðvarinnar Fellahellis. Miðstöðin var flutt í Gerðuberg með hliðsjón af ört stækkandi hlutverki hennar og sem samnefnari alls starfs ÍTR í Breiðholtinu.
Árið 2009 var félagsmiðstöðinni Miðbergi breytt í félagsmistöðina Hundrað&ellefu til þess aðgreina hana frá frístundamiðstöðinni þar sem frístundamiðstöðin og félagsmiðstöðin er í sama húsnæði.
Félagsmiðstöðin þjónar tveimur skólum, Hólabrekkuskóla og Fellaskóla. Opið er fyrir unglinga í 8.-10.bekk mánudags, þriðjudags, miðvikudags og föstudagskvöld frá kl. 19.30 – 22.00 nema á föstudögum er opið til 23.00. Einnig er opið á dagvöktum frá 14.00-17.00 á mánudögum og miðvikudögum.
Tíu12 ára starfið okkar er tvisvar í viku. Á þriðjudögum er opið fyrir 5. og 6.bekk frá kl. 14:30-16:30. Svo á miðvikudögum er opið fyrir 7.bekk kl. 17:00-19:00. Einnig verður opið fyrir 5., 6. og 7. bekk á föstudögum í vetur kl. 17:00-18:30.
Í Hundrað&ellefu starfa samtals 10 starfsmenn ásamt starfsmönnum í sérverkefnum.
Hann/He
Hún/She
Hann/He
Hún/She
Hún/She
Hún/She
Hún/She
Markmið félagsmiðstöðvarinnar Hundraðogellefu er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í hverfinu. Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi í frístundastarfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum.
Einu sinni í mánuði eru opnir fundir með nemendaráðum úr fella- og Hólabrekkuskóla og dagskrá búin til.