Síðast liðinn 9. febrúar var loksins komið að úrslitum Breiðholt Got Talent þar sem tvö atriði úr hverju frístundarheimili í Breiðholti kepptust um sigur. Vinasel hreppti titlanna besta hópatriðið og glaðlegasta atriðið enn Hraunheimar unnu keppnina 2024 og óskum við þeim til hamingju með þann sigur enn einnig gefum við atriðunum okkar stórt hrós fyrir góðan árangur.

Í gær var bolludagurinn og var því bollur í matinn sem börnin fönguðu heldur betur. Í dag er sprengidagur enn við höfum ákveðið að taka smá forskot á Valentínusardaginn og hafa því valentínusarföndur í dag. Á morgun er svo öskudagur þar sem við fögnum deginum með búningaballi, búningakeppni og að slá köttinn úr tunnunni. Mikið fjör er á dagskrá fyrir öskudag og því biðjum við ykkur um að láta okkur vita sem fyrst ef barn á ekki að fara í íþróttir á miðvikudag og fagna frekar með okkur í Vinasel. Öll börn sem eru skráð í íþróttir verða send með rútunni samkvæmt skráningu ef ekki er látið vita fyrir klukkan 12 á miðvikudag.

Við minnum svo á vetrarfríið sem er 19.-20. febrúar þar sem bæði er lokað í skólanum og í Vinasel, við tökum svo aftur við börnunum miðvikudaginn 21. febrúar. Næsti heili dagur í Vinasel er mánudagurinn 11. mars þar sem það er skipulagsdagur í skólanum. Það er búið að vera opið fyrir skráningu og stendur hún opin til 4. mars enn endilega skráið börnin fyrr enn síðar.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt