Frístundaheimilið Regnboginn

Regnboginn er safnfrístund fyrir börn úr 3.-4. bekk í Seljaskóla og Ölduselsskóla og er rekið af frístundamiðstöðinni Miðbergi. Forstöðumaður er Þorbjörg Jónsdóttir. Aðstoðarforstöðumaður er Sigrún Ósk Arnardóttir.

Í Regnboganum er opið alla daga frá kl. 13:40 til kl. 17:00. Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla og páskaleyfi er opið í Regnboganum frá kl. 08:00 – 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum.
Regnboginn er lokaður í vetrarleyfi skólanna.

Frístundaheimilið Regnboginn er starfrækt í Hólmaseli 4-6.  Í Hólmaseli er fjölnota salur sem nýttur er til ýmisa íþróttaleikja og fleira og samnýtum við hann með félagsmiðstöðinni sem stafrækt er í sama húsi.
Einnig höfum við haft aðgang að íþróttasal, tölvuveri og bókasafni skólanna.

Klúbba- og smiðjustarf er í boði eftir útiveru, eða á milli klukkan 15 og 16 – 16.30. Þá er einnig í boði að fara í val. Meðal þess sem hefur verið í boði má nefna fótboltaklúbb, tónlistarklúbb, útivistarklúbb, vísindaklúbb, bakstursklúbb, spilaklúbb, margvíslegar listasmiðjur og föndur og margt fleira. Auk þess voru starfræktir sérstakir klúbbar í tengslum við hæfileikakeppni, leiklistar- og kvikmyndahátíðir frístundaheimilanna.

Starfsmenn

Starfsmenn

  • Þorbjörg Jónsdóttir
    Þorbjörg Jónsdóttir Forstöðumaður Frístundaheimilið Regnboginn

    Hún/she

    Sími: 695-5037

  • Sigrún Ósk Arnardóttir
    Sigrún Ósk Arnardóttir Aðstoðarforstöðukona Frístundaheimilið Regnboginn

    Hún/she

    Sími: 695-5089

  • Guðbjörg Kristjánsdóttir
    Guðbjörg Kristjánsdóttir Frístundaráðgjafi

    Hún/she

    • Hannes Axelsson
      Hannes Axelsson Frístundaleiðbeinandi

      Hann/he

      • Veronika Sólrún Baldursdóttir
        Veronika Sólrún Baldursdóttir Frístundaleiðbeinandi

        Hún/she

        • Katrín Daníela Karlsdóttir
          Katrín Daníela Karlsdóttir Frístundaleiðbeinandi

          Hún/she

          • Ólafur Ingi Ívarsson
            Ólafur Ingi Ívarsson Frístundaleiðbeinandi

            Hann/he

            • Hrefna Björg Ragnarsdóttir
              Hrefna Björg Ragnarsdóttir Frístundaleiðbeinandi

              Hún/she

              • Theo Vincent Hernandez Vergara
                Theo Vincent Hernandez Vergara Frístundaleiðbeinandi
                • Sara Leifsdóttir
                  Sara Leifsdóttir Frístundaleiðbeinandi
                  Vikuskema

                  Vikuskema

                  Undirheimar

                   Undirheimar

                  Undirheimar er frístundaheimili sem rekið er í íþróttahúsinu við Austurberg fyrir þau börn sem stunda þar íþróttir. Þau börn sem fara á æfingar klukkan 16:00 eða 17:00 bíða í Undirheimum eftir að æfing hefjist en börn sem ljúka æfingum klukkan 16:00 geta farið í Undirheima að æfingum loknum og verið þar til lokunar klukkan 17:00. Börnin eru sótt í íþróttahúsið í Austurbergi eða Undirheima þá daga sem þau fara með Breiðholtsstrætó.

                  Handbók


                  Click edit button to change this html
                  Dagatal
                  Síðdegishressing

                  Boðið er upp á síðdegishressingu þegar börnin mæta í Regnbogann. Áhersla er lögð á það við börnin að þau beri sjálf ábyrgð á að borða, en þó er oft nauðsynlegt að minna þau á að fara í matsalinn.

                  Reynt er að leggja áherslu á gæði hráefnis og hollustu þegar kemur að síðdegishressingunni. Stuðst er við markmið Lýðheilsustöðvar um hollustu á frístundaheimilum við gerð matseðils. Börnin hafa aðgang að köldu vatni og einnig geta börnin fengið sér léttmjólk með hressingunni.

                  Dæmi um matseðil er: Mánudagur – AB-léttmjólk með ávöxtum, musli og hnetum, þriðjudagur – Trefjaríkt brauð og álegg (egg, kotasæla, grænmeti og kjúklingaálegg), miðvikudagur –  Grófar pítur með grænmeti og kjúklingaskinku, fimmtudagur – Ávaxta- og grænmetishlaðborð, föstudagur – Hreint skyr og frosnir ávextir.

                  Við hvetjum börnin til að vera sjálfstæð í matsalnum, eins og að smyrja sjálf, en við erum ávallt innan handar og aðstoðum börnin eins og þarf.

                  Daglega bjóðum við upp á ávexti og grænmeti frá 15.00 til 16.00. Við leggjum mikið upp úr fjölbreytilegu úrvali og höfum meðal annars haft epli, banana, appelsínur, melónur, perur, vínber, ananas, paprikur, gulrætur, gúrkur og fleira.

                  Aðgerðaáætlun

                  Regnboginn

                  Contact Us

                  We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

                  Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt