Skráning í skíðaferð

 í flokknum: Bakkinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Hólmasel, Hundraðogellefu

Skráning er hafin fyrir skíðaferðina, en ferðin er sameiginleg með félagsmiðstöðvunum Hólmasel, Hundraðogellefu og Bakkanum. Farið verður til Akureyrar og ferðin stendur yfir frá föstudeginum 16. mars til laugardagsins 17. mars. Lagt verður af stað klukkan 7 á föstudagsmorgninum. Því þurfa foreldrar að hafa samband við skólann og fá frí fyrir ungling sinn föstudaginn 16. mars.

Ferðin mun  kosta 15.000 kr. Innifalið í verðinu eru rútuferðir, gisting, morgunmatur á laugardeginum, pizzahlaðborð á Greifanum, passi í fjallið ásamt nesti í fjallinu og sundferð fyrir þá sem vilja. Ef unglingarnir þurfa að leigja skíða- eða brettabúnað kostar það frá 6000 kr. aukalega.  Ekki er krafa að fjárafla, en möguleiki er á að fjárafla fyrir allri ferðinni, leigu á búnaði og vasapening.

Skráning í skíðaferðina er hafin í Hólmaseli, Hundraðogellefu og Bakkanum. Staðfestingargjald í ferðina er 3.500 krónur og það þarf að vera búið að greiða staðfestingargjaldið í síðasta lagi 21. febrúar næstkomandi. Athugið að staðfestingargjaldið er óendurgreiðanlegt. Þeir sem greiða staðfestingargjald fá svo leyfisbréf og fjáröflunarblað. Leyfisbréfinu þarf að skila aftur til starfsmanna félagsmiðstöðvanna.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt