Fréttir Álfheima 12. – 16. febrúar

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar og forráðamenn,

Viljum þakka fyrir síðustu viku og bjóða nýja viku velkomna. Við viljum nefna hvað við erum stolt af hæfileikaríku börnunum okkar þar sem fyrir hönd Álfheima fóru tvö atriði í Breiðholt Got Talent í lok seinustu viku og þau stóðu sig með prýði.

Í dag mánudaginn 12. febrúar er bolludagur og verður því í boði bollur í hressingu til að fagna því. Á miðvikudag ætlum við svo að vera með öskudagsball og bjóðum við vinum okkar í frístundaheimilinu Hraunheimum í heimsókn til okkar og hafa gaman með okkur. Það væri svo ægilega skemmtilegt ef að börnin geta mætt í búningum, veitt verður verðlaun fyrir frumlegasta búninginn.

Hefðbundna valið þessa vikuna er perlur, skotbolti, föndur í listasmiðjunni, spil, kubbar og fleirra. Á fimmtudaginn verður pókemon klúbbur og mega því börnin koma með pókemon spjöld í Álfheima, við viljum minna á reglurnar sem fylgja klúbbnum það má ekki taka spjöldin upp nema þegar á klúbbnum stendur í Álfheimum. Spilin eru á ábyrgð barnana/foreldranna og við minnum þau reglulega á að ef að þau eru að skipta á spilum að þau séu alveg harðákveðin í því að skipta sínum spilum svo ekki sé eftirsjá.

Vetarleyfið Hólabrekkuskóla er 19. og 20. febrúar og er því lokað í Álfheimum ásamt skólanum.

Við ætlum svo að bjóða í Góukaffi fimmtudaginn 22. febrúar viljum við því bjóða mömmum, ömmum eða frænkum til okkar og þyggja kaffi og létt snarl á milli kl 15:30 og 17:30. Ath. að þó að þessu boði sé sérstaklega beint að þeim konum sem standa börnunum okkar næst, auðvitað eru öll velkomin óháð kyni, kyngerfi og kynvitund.

 

Minnum líka á að það er best að hringja í mætingarsímann okkar ef þið þurfið að heyra í okkur eftir hádegi: 664-4304

Við bendum á að ef það á að breyta um dagafjölda í Álfheimum þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar.

Tölvupósturinn er lesin fyrir klukkan 13:15.

 

Kær kveðja, Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt