Hæfileikakeppni Regnbogans

 í flokknum: Regnboginn

Í dag fór fram hæfileikakeppni Regnbogans en börnin hafa undanfarnar vikur æft af kappi og sáum við afraksturinn í dag. Við erum á því að það sé óvenju mikið af hæfileikaríkum krökkum í Regnboganum og það var sannarlega úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina.

Til að gæta fyllsta hlutleysis fengum við fyrrum starfsmenn Regnbogans til að koma og dæma fyrir okkur og með þeim var Hrafn sem er í viðburðateymi Miðbergs.

Við megum senda tvö atriði áfram í Breiðholt Got Talent til að keppa fyrir hönd Regnbogans en sú keppni verður í næstu viku.

Þau atriði sem komust áfram að þessu sinni voru: Mattea Milla með söngatriði og Elísabet, Þórhildur María, Álfrún Alba og Salka Rós sem einnig voru með söngatriði.

Við óskum stelpunum innilega til hamingju með árangurinn!

Hér að neðan er myndasyrpa úr keppninni í dag.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt