Geðheilbrigðisvika

 í flokknum: Hundraðogellefu

Geðheilbrigðisvikan er sameiginlegt verkefni félagsmiðstöðvanna í Breiðholti. Alla þessa viku verður sérstök dagskrá í félagsmiðstöðvunum þar sem áhersla á geðheilbrigði verður miðpunkturinn. Í bland við sameiginlega viðburði verður mikil áhersla lögð á vekja unglingana til umhugsunar um sínar eigin tilfinningar og hvernig er hægt að rækta andlega heilsu sína á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Í hundraðogellefu verður dagskráin í vikunni fjölbreytt og skemmtileg. Á mánudeginum ætla Hólmasel, Bakkinn og 111 saman í sund fyrir andlega heilsu, á þriðjudegi verður hláturjóga, leikir og kahoot um geðheilsu, á miðvikudegi verður sameiginleg jóga kennsla og svo á föstudegi verður listasmiðja með tilfinninga þema í hundraðogellefu.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt