Hvatningaverðlaun Samfés

 í flokknum: Bakkinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Hellirinn, Hólmasel, Hundraðogellefu

Á dögunum fengu félagsmiðstöðvarnar í Breiðholti hvatningarverðlaun Samfés fyrir félagsmiðstöðvastarf án aðgreiningar.

Undanfarin ár hafa félagsmiðstöðvarnar í Breiðholti lagt sig fram við að bjóða börnum og unglinum upp á frístundastarf án aðgreiningar. Meðal annars hefur verkefnið falið í sér að þátttakendur í starfi félagsmiðstöðvarinnar Hellisins hafa kost á að mæta í opið starf í hverfinu með stuðningi starfsmanna á dagtíma og hefur það einnig stuðlað að því að þeir unglingar sem hafa áhuga á að mæta í félagsmiðstöðvarnar á kvöldin geri það og hafa félagsmiðstöðvarnar verið duglegar að sækja um stuðning til að mæta þörfum þeirra barna og unglinga með skerðingar sem mæta þangað.

Verkefnið stuðlar þannig að minnkun félagslegrar einangrunar fatlaðra barna og unglinga og eykur fjölbreytni í þeim frístundaúrræðum sem þeim standa til boða. Mikil áhersla hefur verið lögð á að kynna félagsmiðstöðvarnar fyrir þátttakendum til dæmis með því að nýta rými félagsmiðstöðvanna þegar þau eru ekki í notkun, í gegnum samkomubönn vegna Covid-19 og með því að bjóða upp á reynslunám milli félagsmiðstöðvanna.

Markmið hvatningarverðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer fram á vettvangi aðildarfélaga Samfés sem eru landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Þau eiga að veita starfsfólki hvatningu, ásamt því að viðhalda og stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi. Þá eru þau viðurkenning á vel unnu verki og staðfesting þess að starfið sé fyrirmynd annarra

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt