Samfestingurinn og skíðaferð

 í flokknum: Bakkinn, Hólmasel, Hundraðogellefu

Miðasala á Samfestinginn (ball og söngkeppni Samfés) er hafin í félagsmiðstöðvum Breiðholts. Miðaverð er 4000 kr og innifalið er miði á ballið og söngkeppnina og rútuferðir. Á laugardagsmorgninum 25.mars verður líka borðtennis- og pool mót Samfés þar sem fulltrúar frá öllum félagsmiðstöðvum landsins er boðið að taka þátt. Við höldum undankeppni í 111 mánudaginn 13.mars og sigurvegararnir keppa fyrir okkar hönd á mótinu.

Skíðaferð 111, Bakkans og Hólmasels til Akureyrar eru svo um næstu helgi svo það má segja að það sé nóg um að vera. Um 80 unglingar og 8 starfsmenn fara í ferðina og er mikil spenna í hópnum.

Dagskrá fyrir mars er komin inn á heimasíðuna og er fullt af skemmtilegum minni viðburðum í boði í félagsmiðstöðinni eins og vanalega 🙂

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt