Álfheimar – Mikilvægar upplýsingar

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Álfheimar eru byrjaðir með starfið sitt veturinn 2017-2018.

Ég ætla fara yfir nokkrar svona grunnupplýsingar sem væri gott ef allir myndu kynna sér.

Starfið í Álfheimum er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Enn eru börn á biðlista í Álfheimum þar sem okkur vantar eitt stöðugildi en það mun vonandi taka breytingum sem fyrst.

Álfheimar er félagsstarf fyrir börn í 1. Og 2. Bekk og eru yfir 90% barna úr árgöngunum sínum í Álfheimum.

Ég heiti Berglind Ósk Guðmundsdóttir og er forstöðumaður í Álfheimum(er að vinna mitt sjötta ár), Tanja Ósk Bjarnadóttir er aðstoðarmaður forstöðumanns í Álfheimum( er að vinna sitt fjórða ár).

Við notum mikið facebook síðu Álfheima til að koma upplýsingum á framfæri og myndir úr starfinu og því bið ég ykkur að sækja um aðgang í grúppuna.

https://www.facebook.com/groups/1404372073012918/

Einnig setjum við inn fréttir á heimasíðuna okkar, http://midberg.is/fristundaheimili-6-9-ara/alfheimar/um-alfheima/ þar er einnig kynning á starfsmönnum Álfheima, myndir, dagskrár og fleira.

 

Ef að barnið á að ganga á æfingar frá frístundaheimilinu þá þarf að fylla út blaðið hér í viðhengi til og senda okkur það tilbaka í tölvupósti eða skila því inn í Álfheima.

 

Starfsmannalega séð stöndum við mjög vel, það eru nánast allir starfsmenn Álfheima frá því í fyrra sem ætla að halda áfram og því helst mikilvæg reynsla hjá okkur sem skilar sér í betra starfi og meiri stöðugleika.

Ef að börnin ykkar verða lasin eða eru í fríi þá óskum við eftir að þið tilkynnið það einnig til okkar í Álfheima. Til að hafa samband við Álfheima er hægt að senda tölvupóst og hringa til klukkan 12:30.

 

Best er að hafa samband við Álfheima í gegnum tölvupóst  alfheimar@reykjavik.is  Síminn er 411-7553 og 664-4304

En einnig er hægt að senda á okkur Tönju. Tölvupóstarnir okkar eru  tanja.osk.bjarnadottir@reykjavik.is  og berglind.osk.gudmundsdottir@reykjavik.is

 

Við leggjum mikið upp úr að tryggja öryggi barnanna og því bið ég ykkur ávallt að láta okkur vita ef þið komið og sækið barnið að tilkynna starfsmanni Álfheima það.

Við erum með mætingarlista sem við merkjum börnin inn og út og því mikilvægt að upplýsa starfsmann um að barnið sé að fara.

 

Síminn í Álfheimum er 411-7553 , 664-4304 við biðjum ykkur að reyna halda öllum símtölum frá klukkan 09:00 – 12:30 þar sem miklar hringingar eftir þann tíma hefur mikil truflandi áhrif á starfið.

Nema auðvitað eitthvað sem er áríðandi og getur ekki beðið J.

 

Ef það eru einhverjar spurningar, eitthvað sem þið eruð ósátt með eða óörugg með þá um að gera hafa samband strax við okkur og við leysum úr því J

Ég vinn mikið þannig að ég vil fá að vita strax ef það eru einhver vandamál svo við getum brugðist strax við.

 

Í Álfheimum er lokað klukkan 17:00 og biðjum við ykkur að virða lokunartímann og sækja börnin fyrir þann tíma.

 

Minna á að merkja öll föt barnanna ykkar vel og klæða börnin eftir veðri.

Hafa auka sokka, nærbuxur, buxur og bol í töskunni.

 

 

Bestu kveðjur og fyrirfram þakkir

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, forstöðumaður og

Starfsmenn Álfheima

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt