Barnalýðræði, ljósmyndaþema og skráning í sumarfrístund.

 í flokknum: Vinasel

Á næstu önn ætlum við að vinna meira með lýðræði inn á frístundaheimilinu en við höfum gert hingað til. Við ætlum að nota það sem eftir er af vetri í að þreifa okkur áfram og finna hvaða flötur hentar okkur. Í síðustu viku leyfðum við nokkrum krökkum að gera dagskrá fyrir einn dag í Vinaseli. Þau fengu að ráða hvað væri í matinn, hvað væri gert í útiveru og hvað væri gert í hverju rými frístundaheimilisins. Niðurstöðurnar voru áhugaverðar og völdu krakkarnir frekar hefðbundna hluti til að gera. Þau höfðu fjölbreyttari hugmyndir þegar það kom að matnum en niðurstaðan var að hafa pylsur í matinn. Á miðvikudaginn verður dagurinn sem börnin skipulögðu. Á föstudaginn verður síðan stjörnupartý.

Við erum byrjuð á nýju þema verkefni og erum við með ljósmyndaþema. Um 20 krakkar höfðu áhuga á að taka þátt í verkefninu og er þemað: ,,Þetta finnst mér fallegt.“ Hugmyndin er að krakkarnir taki mynd af einhverju sem þeim þykir fallegt. Við vildum hafa þemað frekar opið þannig að við fengjum fjölbreyttar myndir.

Það er búið að opna fyrir skráningu í sumarfrístund. Hún fer fram á fristund.is. Við erum með margt spennandi í boði og sem ég hvet ykkur til að skoða

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt