Evrovision partý, æfingar og heill dagur.

 í flokknum: Vinasel

Það verður Evrovision partý í Vinaheimum(Ölduselsskóla) á föstudaginn. Við leggjum afstað 14:15 og stefnum á að vera komin aftur í Vinasel rétt fyrir klukkan 16:00. Þau börn sem eru skráð í tómstundir(íþróttir, tónskóla osfrv.) verða send í þær og koma þar af leiðandi ekki með nema við fáum upplýsingar um annað. Ef börnin eiga ekki að fara með í ferðina þá megið þið endilega láta vita.

Við fengum upplýsingar frá ÍR í sambandi við æfingarnar og hvenær þeim mun ljúka:

-Handbolti: í kringum 15. maí. (Síðasta æfingin í Austurbergi er 13.maí-Uppskeruhátíð er 15.maí)

-Fótbolti: 31. maí.

-Karfan: 30. maí. Gæti breyst.

Þið meigið endilega upplýsa okkur ef þið fréttið af einhverjum breytingum.

Það er heill dagur Vinaseli, 24. maí. Skráningu líkur 20. maí. Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á umsokn.fristund.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Foreldrar þurfa að skrá börnin sama hvort þau séu allan daginn eða fyrir eða eftir hádegi. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt