Hæfileiksýning á föstudaginn, leiklist og nýja rýmið.

 í flokknum: Vinasel

Núna á föstudaginn 1.2 verður hæfileikasýning í Vinaseli. Hæfileikasýningin hefst klukkan 14:45. Foreldrar keppanda eru velkomnir. Alls eru þetta sjö atriði sem taka þátt á föstudaginn og verða tvö þeirra valin til þess að taka þátt í hæfileikakeppni frístundaheimilanna í Breiðholti. Hún verður haldin 8.2.

Við erum búin að vera með leiklistarklúbb fyrir 2. bekk í vetur. Núna er leikritið sem þau eru búin að vera að æfa að smella saman og stefnum við á að sýna verkið í lok febrúar. Nánar um það síðar.

Þorrakaffið okkar gekk ljómandi vel og núna er í undirbúningi Góu kaffi sem verður í kringum konudaginn.

Þannig að það er nóg að gera í febrúar í Vinaseli

Við fengum fyrir stuttu afhent nýja rýmið okkar, það býður upp á marga skemmtilega möguleika. Við getum nýtt það töluvert núna strax en stefnum á að innrétta það betur eftir okkar þörfum. Það er frábær viðbót fyrir okkur og eykur möguleika okkar mjög mikið í að gera fjölbreyttara og betra starf.

Við fengum nýja vatnsvél í janúar sem er kannski ekki frá sögu færandi nema fyrir það að nú geta börnin fengið sódavatn, mörgum til mikillar gleði

Þetta er það sem er helst í fréttum úr Vinaseli.

22. febrúar verður lokað í Vinaseli vegna starfsdags. 25. og 26. febrúar er síðan vetrarleyfi og þá er lokað í skólanum og Vinaseli.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt