Leiklist og heilir dagar um jólin.

 í flokknum: Vinasel

Nú eru síðustu metrarnir hjá leiklistaklúbbnum framundan og ætlum við að reyna æfa eins mikið og við getum fram að sýningunni. Hún verður haldin í hátíðarsal Breiðholtsskóla klukkan 14:45. Salurinn er því miður ekki nægilega stór fyrir öll börnin þannig að eingöngu leikendur fara á sýninguna og hin börnin verða eftir í Vinaseli. Foreldrum leikenda er jafnframt boðið að koma og sjá sýninguna.

Minnum á að síðasti dagurinn til að skrá börnin á heilan dag í Vinaseli yfir jólin er 14. des. Dagarnir eru eftirfarandi: 21. des, 22. des, 27. des, 28. des, 29. des og 2. janúar. Það er síðan aftur heill dagur 9. janúar en við ákváðum að hafa skráninguna á hann síðar. Það við munum ekki taka við óskráðum börnum. Foreldrar þurfa að skrá börnin sama hvort þau séu allan daginn eða bara fyrir eða eftir hádegi.

Börnin byrja í þessari viku að búa til jólagjöf þannig að við biðjum foreldra að ganga varlega inn í listasmiðjuna okkar fram að jólum

Það er búið að vera töluvert um veikindi í starfsmannahópnum í Vinaseli síðustu tvær vikur og höfum við þurft að breyta dagskránni eitthvað að þeim sökum. Biðjum foreldra að sína því skilning.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt