Skráning fyrir næsta vetur, bolludagur og Öskudagur.

 í flokknum: Vinasel

Vonandi áttuð þið gott vetrarfrí. Á föstudaginn (1. mars) opnar skráning fyrir börn sem eru að fara í 2.-3. bekk í frístund. Við bendum á að það þarf að skrá börnin aftur fyrir næsta skólaár ef þið ætlið að nýta þjónustu okkar. Við mælum með að fólk geri það sem allra fyrst.

Í næstu viku er bolludagur á mánudaginn og ætlum við að bjóða upp á bollur fyrir börnin. Á sprengjudaginn, þriðjudag, verður hefðbundinn dagur. Á Öskudaginn verður ball í Ölduselsskóla frá 14:30 til 15:30. Við ættum því að verða komin um klukkan 16:00 aftur í Vinasel. Á ballinu verða veitt verðlaun fyrir besta búninginn og gert ýmislegt skemmtilegt. Við minnum á að við sendum þau börn í íþróttir og kór sem eru skráð og missa þau af ballinu nema að foreldrar láti okkur vita um annað. Börnin eiga ekki að sjá um að koma skilaboðum til okkur heldur eigið þið að gera það, foreldrarnir. Þannig að vinsamlegast látið vita fyrir klukkan 13:00 á miðvikudag ef börnin eiga að sleppa kór eða íþróttum og koma með okkur á ballið.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt