Söngur, slím og íþróttir

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn.

 

Í seinustu viku var margt skemmtilegt gert í Álfheimum.  Það var haldinn minecraftklúbbur, íþróttaklúbbur og slímklúbbur og tóku börnin virkan þátt klúbbunum. Þá var hefðbundið val og frjáls leikur á sínum stað.

Á föstudaginn virkjuðum við barnalýðræðið og valdi barnaráð dagskrá dagsins. M.a valdi hópurinn tortillur með grænmeti og skinku í hressingu,  slímklúbb, búninga, grímugerð, keilu, lyklakippugerð og dans. Þetta tókst mjög vel og börnin glöð að fá að taka þátt í að móta dagskrána

 

 

Í þessari viku ætlum við að byrja með skemmtilegan söngklúbb. Við fáum utanaðkomandi söngkennara sem heitir Margrét, sem mun vera með okkur á þriðjudögum í vetur. Það stendur öllum þeim sem vilja til boða að koma og vera með okkur í söngklúbbnum.

Einnig ætlum við að með íþróttaklúbb og slímgerð.

 

Á fimmtudag og föstudag er skólinn lokaður og heilir dagar í Álfheimum. Skráning á þessa daga lauk í síðustu viku og eingöngu er tekið á móti skráðum börnum þessa daga.

Þau börn sem skráð eru eiga að koma með tvö nesti og klædd eftir veðri og vindum.

 

 

Dagsetningar framundan:

4.-5.október Heilir dagar í Álfheimum, greiða og skrá þarf sérstaklega fyrir vistun á þessum degi.

– 17. Október, starfsdagur í Álfheimum

-18-22. Október Vetrarleyfi

– 22.október Hrekkjavökuskemmtun fyrir alla fjölskylduna í Miðbergi.

– 1. Nóvember, Næsta þema: Útileikir.

-5.-9.nóvember Vináttuvika.

-21.nóvember Heill dagur í Álfheimum.

-29.nóvember Foreldrakaffi og jólaföndur.

 

Helstu símanúmer Álfheima eru

411-7553 og 664-4304.

Við viljum biðja ykkur að halda símtölum í þessa síma í lágmarki milli klukkan 12:00-17:00.

Best er að hafa samband fyrir klukkan 12 og í gegnum tölvupóst frístundaheimilisins alfheimar[hjá]reykjavik.is

Þessi ósk kemur til að raska sem minnst starfinu á frístundaheimilinu, það er mikið álag og því erfitt að vera taka mikið af símtölum á þessum tíma sem og eykur það lýkur á mistökum.

 

 

Við munum birta fréttir reglulega, sem og ljósmyndir frá starfinu.

Hvet ykkur eindregið til að sækja um aðgang að facbooksíðu Álfheima sem er mjög virk þar sem birtist ávallt dagskrá, fréttir, myndir og helstu upplýsingar.

Hér er slóðin á hana https://www.facebook.com/groups/392289034635239/

 

Við viljum ítreka ef að börnin eiga að fara á æfingar og/eða breytingar verða á æfingum barnanna að þá þarf að skila inn blaði því til staðfestingar annars getum við ekki sent börnin á æfingar. Einnig ef börnin eru í pásu, mega ráða hvort þau fari á æfingarnar eða ekki þá verðum við að vita af því

Sími Álfheima 664-4304

tölvupóstur alfheimar[hjá]reykjavik.is

Bestu kveðjur

Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt