Foreldrakaffi og Lýðræðisvika

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn.

 

Í tilefni af 30 ára afmæli barnasáttmálans erum við með lýðræðisviku fyrir börnin þar sem þau fá að velja 1 til 2 verkefni á dag og dagskrá föstudagsins í heild sinni svo sem hvað er í matinn, hvort það sé val um útiveru og annað skemmtilegt. Við ætlum að búa til kosningaklefa þar sem þau fá að kjósa um föstudaginn og gerum myndir i kringum nokkrar greinar úr barnasáttmálanum sem við hengjum svo upp.

 

Miðvikudaginn 20 nóv er allra seinasti dagur til að skrá á heila daginn í næstu viku. Ekki verður unnt að taka á móti óskráðum börnum á þessum degi.

 

Minnum á foreldrakaffið sem er á fimmtudaginn í þessari viku frá kl: 16 til 18 þar sem foreldrum er boðið að koma og föndra með börnunum að kostnaðalausu og verða léttar veitingar í boði.

 

Seinasti samflotshópurinn er á föstudaginn og fá foreldrar barnanna tölvu og töskupóst daginn áður sem eru að fara. Við munum svo bjóða upp á möguleikann á samfloti eftir áramót þegar sundval verður í boði.

 

Minnum svo á að hafa börnin með viðeigandi útifatnað og með nóg af aukafötum í töskunni, sérstaklega nokkur pör af auka sokkum og auka buxur.

 

 

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt