Heilir dagar 15. og 28. janúar.

 í flokknum: Vinasel

Gleðilega hátíð og vonandi höfðuð þið það gott í fríinu. Núna í janúar eru tveir heilir dagar. Sá fyrri er 15. janúar og sá seinni er 28. janúar. Síðasti skráningardagur fyrir heila daginn 15. janúar er 10. janúar (núna á föstudaginn) og síðasti skráningardagur fyrir heila daginn 28. janúar er 21. janúar. Vonandi er þetta skýrt, endilega sendið á okkur línu ef þetta er óljóst.

Foreldrar þurfa að skrá börnin sama hvort þau séu allan daginn eða fyrir eða eftir hádegi. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á umsokn.fristund.is. Við tökum ekki við óskráðum börnum. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað hefur klikkað í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt