Lýðræðisdagur og skákklúbbur.

 í flokknum: Vinasel

Í síðustu viku var lýðræðisdagur hjá okkur í Vinaseli. Hann felur í sér að við skiptum börnunum í litla hópa og biðjum þau að koma með hugmyndir af hlutum sem snúa að frístundaheimilinu. Við báðum þau um hugmyndir um leikföng sem við eigum að kaupa, hvernig klúbba við eigum að vera með og hvað þau vilji gera í útiveru. Við fengum skemmtilegar og frumlegar hugmyndir frá krökkunum sem við getum notað til þess að bæta starfið okkar. Við vonumst einnig til þess að krakkarnir fái þá tilfinningu að þau hafi áhrif á það sem er að gerast í kringum sig og að þeirra raddir skipti máli.

Í þessari viku ætlum við að byrja með nýjan klúbb fyrir börnin, skákklúbb. Við ætlum að kenna áhugasömum börnunum að tefla og skapa vettvang fyrir þau sem kunna það nú þegar að spila sín á milli.

Þessi vika er með styttra móti hjá okkur. Það eru venjulegir dagar á mánudag og þriðjudag síðan er heill dagur á miðvikudag (vonandi mundu allir að skrá barnið sitt!) og á fimmtudag og föstudag og næsta mánudag er vetrarfrí, þá er lokað í Vinaseli og í skólanum.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt