Næsta vika, ytra mat og foreldrakaffi.

 í flokknum: Vinasel

Það er auðvitað nóg að gera hjá okkur í nóvember! Við ætlum að gera fullt af skemmtilegu í næstu viku. Það verður skákklúbbur, útieldun, bingó og hinn sí vinsæli Yoga klúbbur. Dagur gegn einelti er síðan á föstudaginn 8. nóvember og þá ætlum við að vinna áhugavert verkefni tengt deginum.

 

Þann 4.-8. nóvember mun fara fram ytra mat í frístundaheimilinu Vinaseli á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Matið er liður í að styðja og efla frístundastarf í borginni. Starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sér um matið, matsaðilar dvelja í 3-4 daga í frístundaheimilinu og fylgjast með starfinu. 

27. nóvember er heill dagur hjá okkur í Vinaseli. Skráning er til 20. nóv. . Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á umsokn.fristund.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Foreldrar þurfa að skrá börnin sama hvort þau séu allan daginn eða fyrir eða eftir hádegi. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað hefur klikkað í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

Við ætlum að byrja jólin snemma í Vinaseli og þann 28. nóvember er Jóla-foreldrakaffi í Vinaseli frá 16:00 til 18:00. Við ætlum að föndra og hafa gaman.

Við biðjum foreldra að vera duglegir að upplýsa okkur um breytingar á æfingum hjá börnunum eða ef þau eiga að sleppa æfingu. Það er óþarfa tími sem fer í það að reiða úr flækjum sem geta skapast ef óvissa er um hvar barnið á að vera.

Ef þið þurfið að nálgast okkur í síma þá eru þetta númerin sem hægt er að hringja í:

Fyrir hádegi: 411-5762

Eftir hádegi: 664-4330

 

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt