Öskudagur, Myndasögur og heil dagur

 í flokknum: Álfheimar

Seinasta vika var nú ansi skemmtileg í Álfheimum. Við byrjuðum vikuna á því að fá okkur bollur enda hinn árlegi bolludagur síðastliðinn mánudag. Á miðvikudeginum var haldinn skemmtilegur öskudagur, þar sem við fengum gesti frá Bakkaseli og Hraunheimum og héldum þrusu öskudagsball.

Gaman að sjá allar furðuverur, ofurhetjur, prinsessur og aðra karaktera. Hægt er að skoða myndir hér neðar á síðunni.

 

Við byrjuðum með nýtt þema í siðustu viku, myndasöguþema. Börnin læra að búa til teiknimyndasögur, skapa sínar eigin fígúrur og setja saman texta og mynd. Það er frjálst val að taka þátt í verkefninu.

 

Ásamt okkar glæsilega grænmetis og ávaxtahlaðborði á hverjum degi þá erum við að vinna með „ávöxt mánaðarins“. Í seinasta mánuði vorum við með papaya en í mars verður ávöxturinn rautt grape.

 

Í dag er seinasti dagur til að skrá börnin á heila daginn sem er nk. mánudag. Minni á að skrifa sérstaklega ef að börnin eiga að ganga heim/eða eru sótt.

 

Í þessari viku höldum við áfram með okkar skemmtilegu klúbba. T.d Tai Chi klúbb, ferðaklúbb, íþróttaklúbb, leikjaklúbb og útinámsklúbb. Seinustu vikur höfum við verið að koma okkur upp græjum fyrir útinám ásamt því að fræða starfsfólkið okkar um útinám. Því munum við koma náminu rólega inn í starfið okkar.

 

Það er spáð einhverri rigningu í vikunni og meiri hlýjindum og því mikilvægt að hafa aukasokka og jafnvel sokkabuxur/leggings í töskunum þar sem við erum oft að taka á móti börnunum vel blautum úr skólanum. Einnig eru nauðsynleg regnföt og stígvél þegar við á.

 

Foreldrar hafa verið duglegir að hafa samband við okkur fyrir klukkan 13:00 á daginn ef einhverjar breytingar eru á vistun barnanna þann daginn. Það munar svo miklu að minnka áreitið á Álfheima símann meðan við erum í starfinu.

 

Annars er bara stuð í Álfheimum og látið okkur endilega vita strax ef eitthvað kemur upp og við reynum að bregðast strax við athugasemdunum.

 

Bestu stuðkveðjur úr Álfheimum

Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt