Umhverfisdagur, Hattadagur og Stjörnupartý

 í flokknum: Álfheimar

Seinasta vika var mjög skemmtileg þó stutt væri. Og heldur áfram mikið fjör þessa dagana. Vorið okkar er handan við hornið og því erum við meira úti og sumargleði á andlitum barnanna.

Viljum áfram biðja ykkur að beina símtölum ykkar til Álfheima
í síma 664-4304 sem er vinnusími Álfheima.

Í dag
Ætlum við að hafa tölvuklúbb, ævintýra og söguklúbb.
Einnig erum við að fara af stað með opið og nýtt verkefni tengd ljósmyndun. Börnin fara um hverfið og taka ljósmyndir og fá smá fræðslu hverju þarf að huga að til að fanga góða ljósmynd.

Á morgun erum við með umhverfisdag, þar sem það er alþjóðlegur umhverfisdagur og verðum við með verkefni því tengt. Þá er einnig njósnaraklúbbur, tölvuklúbbur, fótboltaklúbbur og útinám.

Á miðvikudaginn ætlum við að hafa HATTADAG, því mega börnin mæta með hatta eða skemmtilegar húfur í tilefni dagsins.
Þá verður einnig ferðaklúbbur, íþróttaklúbbur og Just dance klúbbur.

Á fimmtudaginn ætlar kaffihúsaklúbbur að skella sér á kaffihús, þá verður Just dance klúbbur og höldum við áfram með ljósmyndaþemað okkar.

Á föstudaginn ætlum við að ljúka vikunni með stjörnupartýi sem börnin eru búin að vinna sér inn fyrir 🙂 Við ætlum að gera okkur glaðan dag og hopp og hí, tralla lí 🙂 Við ætlum að hafa NÁTTFATAÞEMA þann dag og börnin því velkomin að taka með sér náttföt á þeim degi 🙂

Við minnum á að það er lokað mánudaginn eftir viku, 1.maí.
Einnig er lokað vegna uppstigningardags 25.maí og þá er heill dagur daginn eftir þann 26.maí.

Annars, bara alltaf að hafa samband ef eitthvað er, tölvupóstur Álfheima er alfheimar@reykjavik.is

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt