Leikjavika og haustfagnaður

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn.

 

Seinasta vika (Leikjavika og Haustfagnaður) var mjög skemmtileg, fjölbreytt og krakkarnir áhugasamir.

Börnin kynntu sér fjölbreytta leiki, fóru í Limbó, boðhlaup, keilu, fóru í gegnum þrautabraut og bjuggu til sandlistaverk í listasmiðju.

Á föstudeginum stóð foreldrum til boða að koma og skoða frístundaheimilið, taka þátt í leikjum og búa til listaverk. Það var frábært að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta.

 

Í þessari viku verða minecraftklúbbur, íþróttaklúbbur og slímklúbbur. Börnin hafa val að taka þátt í þessum klúbbum. Ásamt hefðbundnu vali og frjálsum leik.

Einnig ætlum við að taka ný skref í útináminu okkar, hafa skotboltakeppni og leiki í útiverunni.

Á föstudaginn erum við að vinna með barnalýðræði þar sem börnin skiptast á að vera í barnaráði og taka beinan þátt í að móta starfið.

 

 

Við viljum ítreka ef að börnin eiga að fara á æfingar og/eða breytingar verða á æfingum barnanna að þá þarf að skila inn blaði því til staðfestingar annars getum við ekki sent börnin á æfingar. Einnig ef börnin eru í pásu, mega ráða hvort þau fari á æfingarnar eða ekki þá verðum við að vita af því  🙂

Sími Álfheima 664-4304

tölvupóstur alfheimar[hjá]reykjavik.is

 

Einnig eru margir að skrá börnin sín í æskulýðsstarf á fimmtudögum í fella og hólakirkju og það þarf einnig að fylla út æfingablað fyrir það. Það verður fylgd á fimmtudögum í æskulýðsstarfið í allan vetur, en foreldrar þurfa að sækja börnin þangað kl 16:30 eða þau ganga sjálf heim þaðan.  Það kemur stúlka frá starfinu þeirra og gengur með þeim yfir.

Minnum sérstaklega á að merkja öll föt og aukahluti þar sem við erum með gríðarlegt magn af óskilamunum ár hvert.

Klæða börnin eftir veðri og hafa auka buxur, nærbuxur og sokka í töskunni

 

Eyðublað fyrir æfingar og æskulýðsstarf er hér á síðunni undir um Álfheima

 

Helstu símanúmer Álfheima eru

411-7553 og 664-4304.

Við viljum biðja ykkur að halda símtölum í þessa síma í lágmarki milli klukkan 12:00-17:00.

Best er að hafa samband fyrir klukkan 12 og í gegnum tölvupóst frístundaheimilisins alfheimar[hjá]reykjavik.is

Þessi ósk kemur til að raska sem minnst starfinu á frístundaheimilinu, það er mikið álag og því erfitt að vera taka mikið af símtölum á þessum tíma sem og eykur það lýkur á mistökum.

 

 

Við munum birta fréttir reglulega, sem og ljósmyndir frá starfinu.

Hvet ykkur eindregið til að sækja um aðgang að facbooksíðu Álfheima sem er mjög virk þar sem birtist ávallt dagskrá, fréttir, myndir og helstu upplýsingar.

Hér er slóðin á hana https://www.facebook.com/groups/392289034635239/

 

Dagsetningar framundan:

4.-5.október Heilir dagar í Álfheimum, greiða þarf sérstaklega fyrir vistun á þessum degi.

– 17. Október, starfsdagur í Álfheimum

-18-22. Október Vetrarleyfi og starfsdagur Álfheima.

– 22.október Hrekkjavökuskemmtun fyrir alla fjölskylduna í Miðbergi.

– 1. Nóvember, Næsta þema: Útileikir.

-5.-9.nóvember Vináttuvika.

-21.nóvember Heill dagur í Álfheimum.

-29.nóvember Foreldrakaffi og jólaföndur.

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt