Álfheimar – 7.-11. nóvember

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn

Í þessari viku ætlum við að vera með pokemon klúbb, söngklúbb og beyblade klúbb ásamt hefðbundna valinu okkar.

Við erum að starta leiklistaræfingum með 2. bekk fyrir leikritið Benedikt Búálfur sem verður svo sýnt fyrir foreldra/forráðamenn í byrjun desember.

Við erum að byrja nýtt þema sem er skuggaleikhús, það þema verður í gangi út desember mánuð.

Seinasti dagurinn til að skrá börnin á heila daginn í Álfheimum er í dag 7. nóvember. Þá eru ekki fleiri starfsdagar á þessu almanaksári. En skráning er hafin ef að þið óskið eftir vistun fyrir börnin í jólafríinu.

Það er kalt úti og börnin fara út 2 eða 3 svar í skólanum og svo aftur hjá okkur. Því viljum við ítreka að koma með hlýjan og góðan útifatnað ásamt aukafötum í töskuna ef að slys kemur fyrir.

SÍMAR, SÍMAÚR OG LEIKFÖNG. Biðjum við ykkur að geyma síma og símaúr heima, Hólabrekkuskóli er símalaus skóli og því eiga þessir munir að geymast heima. Ef að börnin eru með þessa muni í skólanum þá eiga þau að geymast ofan í tösku þar til þau fara heim og hægt er að stilla þau að þau opnist ekki fyrr en kl eitthvað ákveðið. Og þá biðjum við ykkur að hringja í Álfheima að láta vita þegar börnin eiga fara heim en ekki hringja í börnin sjálf. Eitthvað hefur borið á því að sum börn séu að koma með leikföng og pokemonspjöld að heiman. Það er ekki leyfilegt að koma með þá muni nema sérstaklega sé tekið fram að það sé dótadagur.

Ítrekum að merkja vel allan fatnað, nestis box, vatnsbrúsa, húfur og þess háttar.

Við minnum enn þá á að sækja um aðgang á Facebook síðu Álfheima, þeir sem eru með Facebook eða þeir sem að hafa ekki nú þegar sótt um aðgang  https://www.facebook.com/groups/584744923245327

Facebook Group for prents https://www.facebook.com/groups/584744923245327

Einnig erum við með heimasíðu þar sem að allskonar upplýsingar koma inn í hverri viku, dagskrá vikunnar, mánaðarmatardagskrá og myndir úr starfinu. https://midberg.is/fristundaheimili-6-9-ara/alfheimar/

Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt