Fréttir úr Regnboganum

 í flokknum: Regnboginn

Í fréttum er þetta helst:

Nú er undirbúningur fyrir Breiðholt Got Talent að ná hámarki og mörg börn sem hafa verið að æfa af kappi undanfarnar vikur. Undankeppnin okkar er hér í Regnboganum á fimmtudaginn næsta (1.feb) og því mikilvægt að þau börn sem eru að taka þátt mæti til okkar þá og fá jafnvel að sleppa æfingu þann daginn. Á undankeppninni veljum við svo tvö atriði sem keppa fyrir hönd Regnbogans á Breiðholt Got Talent sem fram fer í Breiðholsskóla þann 8. febrúar nk.

Nú er líka mönnun í Regnboganum loks að komast í eðlilegt horf og því fara að týnast inn klúbbar hjá okkur og er hér meðfylgjandi vikuskema þar sem sjá má hvernig vikan lítur út hjá okkur núna frá og með næstu viku en þá verðum við með baksturklúbb fast á þriðjudögum, sund í Ölduselsskólalauginni á miðvikudögum, íþróttahús á mánudögum o.fl. Síðan munum við smá bæta í á næstu vikum og sendum þá uppfært plan þegar þar að kemur.

Næsti heili dagur er 8. febrúar og lýkur skráningu á hann á fimmtudaginn. Við minnum á að nauðsynlegt er að skrá hvort sem börnin eru fyrir eða eftir hádegi þó ekki sé greitt aukalega nema fyrir þann tíma sem þau eru ekki hjá okkur venjulega.

Í Regnboganum hefur safnast ógurlegt magn af óskilamunum sem við viljum gjarnan koma í réttar hendur og hvetjum við ykkur því til að koma við og gramsa í kössunum okkar.

Bestu kveðjur

Þorbjörg og Sigrún Ósk

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt