Fréttir frá Hraunheimum

 í flokknum: Hraunheimar

Komið þið sæl.

Núna er starfið loksins komið í rétt horf hjá okkur og flestir komnir aftur eftir að hafa verið í sóttkví. Í gær var útieldun, bakstur og kvikmyndaklúbbur hjá okkur. Kvikmyndaklúbburinn gengur vel og er verið að leggja loka hönd á handritið. Kvikmyndin verður svo sýnt í Breiðholtsskóla í desember. Nánari dagsetning kemur síðar. Á þriðjudögum er útieldun hjá okkur þegar veður leyfir og höfum við verið frekar heppin með veður síðustu vikur. Bakstur er að jafnaði 2 í viku og hefur það vakið mikla lukku hjá börnunum.  Á miðvikudögum er í boði að fara í íþróttahús í Fellaskóla og hefur það verið mjög vinsælt og góð mæting.

Á föstudögum erum við með 4. bekkjarklúbb í Miðbergi, þar fá börnin að spila leiki í playstation og nintendo, einnig er í boði að fara í borðtennis.

Mikilvægt er að láta okkur vita með forföll eða breytingar á vistunartíma barnanna fyrir hádegi ef hægt er, best er að fá tölvupóst fyrir kl 12 eða SMS í mætingarsímann 664-4522. Tölvupósturinn er ekki vaktaður eftir hádegi og ekki víst að við sjáum póstinn þegar starfið er komið á fullt. Mikið álag er í húsinu frá kl: 13:30-15:00 og erfitt að taka á móti símtölum á þeim tíma.

Við minnum á að LOKAÐ er í vetrarfríinu 22. okt, 25. okt og 26. okt.

https://www.facebook.com/groups/810634522943201

 

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Hraunheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt