Frístundamiðstöðin Miðberg hlýtur Regnbogavottun

 í flokknum: Óflokkað

Nú á dögunum hlaut frístundamiðstöðin Miðberg Regnbogavottun Reykjavíkurborgar fyrst frístundamiðstöðva í borginni.

Starfsfólk frístundaheimila og félagsmiðstöðva sat fræðslu frá sérfræðingum í hinsegin og jafnréttismálum á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar og fór í kjölfarið yfir sína starfsstaði með vottunina í huga.

Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks.

Starfsmannahópur stofnana og fyrirtækja sem samanstendur af  einstaklingum úr ólíkum áttum og með fjölbreyttan bakgrunn hefur jákvæð áhrif á reksturinn og þjónustuna, enda koma þannig fleiri og ólík sjónarhorn að borðinu. Þetta gerist þó einungis ef starfsfólk upplifir öryggi og virðingu í starfi. Slíkt er tryggt t.d. með jafnréttis- og mannréttindastefnum, en þær hafa almennt góð áhrif á starfsfólk og leiða af sér nýsköpun og bætta frammistöðu. Til að gera enn betur þarf að sjá til þess að stefnurnar séu virkar, þ.e. að þeim sé framfylgt, að þeim fylgja aðgerðir og að starfsfólki er almennt upplýst um þær og áhrif þeirra. Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er dæmi um aðgerð byggð á mannréttindastefnu.“

Við erum afar stolt að vera komin með þessa vottun og vonum að sem flestar starfsstöðvar fylgi í kjölfarið.

Hægt er að lesa meira um ferlið hér:

https://reykjavik.is/regnbogavottun-reykjavikurborgar

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt