Vikufréttir Álfheima 22.-26. Nóvember

 í flokknum: Álfheimar, Óflokkað

Kæru foreldrar og forráðamenn

Nú er ný vika að hefjast hér í Álfheimum, í þessari viku verður í boði ásamt hefðbundna valinu, Skartgripagerð, búðardagur,  vinaarmbönd og samflot.

Föstudaginn 26. nóvember er starfsdagur bæði hjá okkur og skólanum og því engin starfsemi þann daginn.

Á fimmtudaginn 25. nóvember ætlum við að hafa búðardag hjá okkur, þar sem að 2.bekkur mun bjóða 1. bekk uppá búðardag, þar sem að 1. bekkur mun geta verslað ýmislegt hjá 2. bekk. 1. bekkurinn fær svo að sjá um búðardaginn þegar að þau koma upp í 2 bekk á næsta skólaári. Þarna fær 2. bekkurinn tök á því að sjá um búðir og selja varning til 1.bekkinga með aðgangseyri sem hefur verið búinn til í listasmiðjunni.

Miðvikudaginn 24. nóvember ætlum við að byrja bjóða ákveðnum hóp í 2. bekk upp á að fara í samflot. Börnin læra að fljóta með flotbúnaði og finna fyrir þyngdarleysi og slökun í vatninu. Ætluninn með klúbbnum er að veita börnunum slökun og auka vellíðan þeirra. Flotið er ca. 15. mín undir handleiðslu Elvu sem er starfsmaður hjá okkur í Álfheimum, sem hefur lokið Float Therapy level 1. á vegum flothetta. Hún sér reglulega um samflot á vegum ÍTR og hefur mikinn áhuga á flotþerapíu og vatnavinnu með börnum. Þau börn sem verða í fyrsta hópnum þurfa að koma með sundföt og handklæði en flotbúnaður er til á staðnum. Þau börn sem eru í fyrsta samflots hópnum fá miða heim. Eftir áramót stefnum við svo á það að 1. bekkur fær að prufa samflotið.

Skráning er hafin á heilu dagana í desember og er seinasti skráningardagur á heilu dagana 10.desember. Ekki verður unnt að taka á móti skráningum eftir þann tíma, þá er ekki möguleiki að taka við óskráðum börnum á heilu dagana. Slóðin á skráningu á heilu dögunum er hér: https://innskraning.island.is/?id=valais&path=%2fvala-fristund-vetur

Dagarnir sem í boði er að skrá eru:

20.desember

21.desember

22.desember

23.desember

27.desember

28.desember

29.desember

30.desember

3.janúar

4.janúar hefst svo hefðbundinn skóladagur og frístundaheimili.

 

Við viljum minna á að mikilvægt sé að börnin séu með aukaföt í töskunni, ásamt regnfötum.

Dagskrá vikunnar er að finna hér fyrir ofan.

Eigið góða viku sem fram undan er 😊

Góðar kveðjur,

Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt