Kvikmyndahátíð, útieldun, listsköpun og fleira

 í flokknum: Hraunheimar

Sælir foreldrar,

Það sem er helst að frétta frá Hraunheimum er að það er loksins komið að því að frumsýna kvikmyndirnar sem börnin eru búin að vera að vinna að í allan vetur. Kvikmyndahátíðin verður haldin í sambíóum Álfabakka næsta fimmtudag 9. maí. Foreldrum þeirra barna sem tóku þátt í myndinni eru velkomnir á sýninguna og eiga þeim að hafa borist boðsmiðar.

Veðrið hefur leikið við okkur síðustu daga og höfum við verið dugleg við að elda á útivistarsvæðinu okkar. Einnig færðum við sönghópinn okkar út síðastliðinn þriðjudag og stóð þá til boða að syngja í míkrófón úti og biðja um óskalög.

Listasmiðjað hefur verið á sýnum stað og hafa börnin verið að hanna sinn eigin kassa með sínum hugmyndum og hefur verið áhugavert að sjá afrakstur þeirra.

Minnum á að búið er að opna fyrir skráningu á heila daga, sem verða 20. maí í Hólabrekkuskóla og 29. maí fyrir Fellaskóla.

Einnig höfum við opnað fyrir skráningu í sumarstarf þar sem boðið verður upp á fjölbreyttar og skemmtilegar vikur.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt