Seinasti mánuður í Regnboganum

 í flokknum: Regnboginn

Það hefur verið líf og fjör í Regnboganum seinasta mánuðinn. Við erum byrjuð á því að fara í sund alla miðvikudaga með krökkunum og finnst þeim það alveg æðislega gaman og spennandi. Svo er alla mánudaga og þriðjudaga Tarzan leikur í íþróttahúsinu hjá Ölduselsskóla og er það alveg gríðarlega vinsælt hjá okkur. Þessi mánuður hefur einkennst af hrekkjavöku þema, og krakkarnir hafa föndrað allskonar hrekkjavökumyndir, grasker og fleira, hápunktinum var síðan náð þegar hrekkjavökuskemmtunin var haldin í Hólmaseli og Regnboganum þar sem að krakkarnir gátu dýft hendinni í ógeðiskassa, farið og fengið andlits málningu, farið í draugahúsið og síðast en ekki síst, fengið sér vöfflur og heitt kakó í norna kaffihúsinu. Hér fyrir neðan set ég dagskrá Regnbogans, þetta er einungis almenn dagskrá hjá okkur sem sýnir hvað er í boði hvern dag og hvernig þetta er sett upp hjá okkur, en matur og ávextir breytast að sjálfsögðu í hverri viku þar sem við reynum að vera með fjölbreytt úrval handa krökkunum á hverjum degi. Núna er kominn nóvember þar sem að við byrjum á nýju þema, og verður þemað í þessum mánuði skuggaleikhús, þar sem krakkarnir fá að föndra allskonar karaktera og búa til sitt eigið leikrit sem þau leika sér með í Regnboganum. En þemað í þessu mánuði er að sjálfsögðu áfram líka vinátta. Þar sem að baráttudagur eineltis verður þann 8 nóvember munum við vera með sérstaka áherslu á að ræða um einelti, vináttu, stríðni og þess háttar og áhrif þess á fólk.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt