Síðasti mánuðurinn hefur verið fjörugur að vanda

 í flokknum: Hraunheimar

Ljósmyndaverkefnið okkar „Það sem lætur mér líða vel“ lauk í síðustu viku og var gaman að sjá hve börnin voru áhugasöm að taka myndir og setja saman texta við myndina.

Við höfum verið að fara bak við kirkjuna að renna okkur á rassaþotum sem er gríðarlega vinsælt enda góð sleðabrekka þar. Á miðvikudögum höfum við verið að fara í íþróttahúsið í Fellaskóla og núna í nóvember byrjuðum við að fara í sund í Breiðholtslaug. Annað klúbbastarf sem hefur verið í gangi hjá okkur er skákklúbburinn, bakstursklúbbur, hekluklúbburinn og ýmislegt verið að gera í föndri.

Foreldrakaffið var hjá okkur 23. nóvember síðast liðin og var gaman að sjá hve margir sáu sér fært að mæta. Við vorum að mála piparkökur og búa til jólaskraut á þessum degi. Það eru komnar inn myndir á facebooksíðuna okkar.

Á facebooksíðu okkar setjum við inn myndir úr starfinu, setjum inn dagskrá vikunnar og ýmsar tilkynningar sem snúa að starfinu.

Búið er að opna fyrir skráningar á heilu dagana í kringum jólin 21. des, 22.des, 27.des 28. des og 29. des 2017 og 2. og 3. jan 2018. Skráning fer fram á Rafrænni Reykjavík, vinsamlegast skráið börnin ef þau ætla að koma eingöngu eftir hádegi. Borga þarf sérstaklega fyrir plássið fyrir hádegi og kostar dagurinn 1.960 kr. Af gefnu tilefni þá er ekki tekið á móti óskráðum börnum fyrir hádegi. Skráningu lýkur föstudaginn 14. desember 2017.

Í desember ætlum við að vera með óhefðbundna dagskrá og þar sem við ætlum að baka smákökur, skreyta piparkökur, föndra fyrir jólin svo eitthvað sé nefnt ásamt að fara í íþróttahúsið og í sund.

Að gefnu tilefni þá óskum við eftir því að foreldrar séu ekki að senda börnin með snjóþotur í Hraunheima þar sem við getum ekki geymt þær inni og hætta er á að þær hverfi ef þær eru geymdar úti.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt