Vorhátíð, starfsdagur og næsti vetur.

 í flokknum: Vinasel

Næst komandi fimmtudag (28.5) verður vorhátíð hjá okkur í Vinaseli. Hún verður haldin við íþróttahúsið í Ölduselskóla. Við ákváðum að í ljósi aðstæðna ætluðum við ekki að bjóða foreldrum í ár. Við leggjum af stað frá Vinaseli um klukkan 14:00 og verðum komin aftur um klukkan 16:00. Þau börn sem eru skráð í íþróttir eða aðrar tómstundir verða send í þær og hafa þá ekki tök á að koma með okkur. Þið megið þá endilega láta okkur vita ef barnið ykkar á ekki að mæta í þær tómstundir sem það er skráð í heldur að koma með á vorhátíðina.

Minnum foreldra að láta okkur vita í tölvupósti um allar breytingar um t.d. vistunartíma, hvort barnið sé sótt að gangi heim og breytingar á íþróttum.

Það er lokað í Vinaseli 4. og 5. júní vegna starfsdaga. Sumarstarfið byrjar síðan 8. júní og geta foreldrar skoða hvað er í boði hjá okkur og öðrum á fristund.is

Skráningin fyrir börn sem eru að fara í 2.-3. bekk í frístund er komin vel af stað. Við bendum á að það þarf að skrá börnin aftur fyrir næsta skólaár ef þið ætlið að nýta þjónustu okkar. Við mælum með að fólk geri það sem allra fyrst. Það hjálpar okkur líka við mannaráðningar í sumar og í haust að vita hversu mörgum börnum við eigum von á. Skráningin fer fram á Vala.is.

 

Tölvupósturinn er lesin fyrir til klukkan 12:00. Ef þið þurfið að koma upplýsingum til okkar eftir þann tíma þá þurfið þið að hringja.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt