Starfið, heilir dagar og starfsdagar.

 í flokknum: Vinasel

Við erum búin að vera að koma starfinu af stað núna síðustu vikur. Við erum búin að vera að bralla ýmislegt og erum búin að vera nota góða veðrið og verið mikið úti. Við erum búin að vera kríta, spila kubb, fara í körfu, fótbolta og gera þrautabrautir. Í síðustu  viku vorum við með Evrovision þema og hafa krakkarnir getað hlustað á lögin og valið síðan þau sem þeim þykja best.

Minnum foreldra að senda okkur póst ef þið viljið breyta tíma, íþróttum, hvort börnin ganga heim eða annað í þeim dúr.

25. apríl er heill dagur hjá okkur í Vinaseli. Skráning er til 20.5.20. Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á Vala.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Foreldrar þurfa að skrá börnin sama hvort þau séu allan daginn eða fyrir eða eftir hádegi. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað hefur klikkað í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt