Allir inn, íþróttir og rútan.

 í flokknum: Vinasel

Nú þegar starfsmannamál eru orðin aðeins betri þá frá og með mánudeginum 4. September eru öll börn samþykkt inn samkvæmt umsókn. Nú þegar það er komið svona mikið af nýju starfsfólki er mjög mikilvægt þegar þið eruð að sækja börnin að láta starfsmanninn á skrifborðinu við innganginn vita þegar þið eruð að sækja eða starfsmann sem heldur á ipad. Við biðjum ykkur einnig að halda áfram að sýna okkur þolinmæði og skilning þegar við þið eruð að sækja þar sem við erum ennþá að læra á nýju andlitin og nöfnin.

Þegar það kemur að íþróttarútunni er það sama mál og áður, enn hefur ekki verið gerður samningur við rútufyrirtæki enn um leið og þegar við fáum þessi rútumál á hreint verður sendur tölvupóstur og gerð Facebook færsla. Þangað til biðjum við ykkur um að halda áfram að láta okkur vita í tölvupósti, símtali eða sms ef barnið á að fara á æfingu á eigin vegum.

Foreldrar verða að fylla út skjal ef að starfsfólk Vinasels á að senda börnin á æfingar eða aðrar tómstundir. Blaðinu má skila í tölvupósti  eða útprentuðu. Það er á ábyrgð foreldra að láta Vinasel vita ef tómstundir falla niður. Að gefnu tilefni bendum við á að börnin eiga ekki að bera ábyrgð á því að miðla til okkar upplýsinga um hvort þau eigi að fara á æfingar eða ekki, það er á ábyrgð foreldra. Við gerum okkar allra besta í að koma öllum á sinn stað. Þetta er mikið utanumhald  og fyrstu vikurnar má búast við einhverjum erfileikum á meðan þetta er að komast af stað. Góð upplýsingagjöf frá foreldrum er grundvallaratriði í því að þessir hlutir gangi vel. Það fer mikill tími og orka hjá okkur í að leysa úr vandamálum sem mæti auðveldlega leysa ef foreldrar gefa sér tíma í að skila æfingablöðum til okkar og upplýsa okkur um breytingar á æfingum, frí o.s.frv. Einnig þarf að útskýra fyrir börnunum að rútan er á tímaplani og bíður ekki endalaust eftir að börnin komi í rútuna, þess vegna þarf að útskýra fyrir þeim að vera fljót að taka til dótið sitt og fara beint í rútuna. Líka ef barnið er óvænt sótt eftir æfingu þá er mjög mikilvægt að hringja í Vinasel og láta vita svo rútan sé ekki að bíða að óþörfu. Þetta verður vonandi allt mjög skýrt og í góðum farvegi þegar rútan fer af stað seinna meir.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt