Andlát: Árbjörg Ólafsdóttir

 í flokknum: Hraunheimar, Óflokkað

Elskuleg samstarfskona okkar og vinkona, Árbjörg Ólafsdóttir, forstöðumaður frístundaheimilisins Hraunheima lést sl. helgi eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi.

Árbjörg starfaði í fjöldamörg ár hjá Frístundamiðstöðinni Miðbergi, lengst af sem forstöðumaður í Hraunheimum.

Fráfall Árbjargar heggur stórt skarð í hópinn okkar.

Árbjörg var ákveðin, sjálfstæð og sterk kona sem lét fátt stöðva sig. Hún var boðin og búin að hjálpa til við skipulagningu á allskyns starfsmannagleði og full af drifkrafti og áhuga, sem smitaði út frá sér til okkar hinna.

Árbjörg var þroskaþjálfi að mennt og brann fyrir starfinu, þá ekki síst fyrir þau börn sem sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda í frístundastarfinu.

Við vinir hennar í Miðbergi syrgjum vinkonu okkar og sendum aðstandendum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Hvíl í friði elsku Árbjörg.

Þínir vinir í Miðbergi

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt