Bolludagur, öskudagur og næsta vika.

 í flokknum: Vinasel

Síðasta vika var aldeilis skemmtileg vika hjá okkur í Vinaseli. Veðrið er búið að vera frábært og við erum búin að vera mikið úti að leika í snjónum. Á mánudaginn var bolludagur sem vakti auðvitað mikla gleði og síðan var öskudagur á miðvikudaginn. Við fórum á ball í Ölduselskóla þar sem hann Gísli í 2. bekk vann til verðlauna fyrir besta búninginn.

í þessari viku ætlum við að hafa stjörnupartý á föstudaginn og verður pylsur í matinn. í þessari viku ætlum við að byrja á þema verkefninu okkar sem er að þessu sinni teiknimyndasögur og ætlum við að leyfa þeim sem vilja að búa til sögu, persónur og enda síðan á að teikna söguna upp á þar til gerð blöð. Þetta er fín æfing fyrir börnin að nota ímyndunaraflið og fá smjörþefinn af því hvernig þau byggja upp sögu. Við minnum á Facebook grúbbuna okkar, það á að vera nóg að leita bara að „Frístundaheimilið Vinasel 2016-2017“, þar er hægt að sjá myndir úr starfinu og fá fréttir.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt