Síðasta vika, næsta vika og heilir dagar um páskana.

 í flokknum: Vinasel

 

Í síðustu viku gerðum við margt skemmtilegt. Við erum byrjuð með sögu klúbb sem fer þannig fram að starfsmaður les sögu fyrir börnin sem mála síðan mynd út frá sögunni, saga vikunnar var Jói og baunagrasið. Útkoman var mjög skemmtileg og fengum við margar flottar myndir. Við byrjuðum á þemaverkefninu í síðustu viku sem snýst um að láta börnin gera sína eigin teiknimyndasögu. Annar klúbbur sem við byrjuðum á í vikunni er saumaklúbbur, fyrsta verkefnið var að sauma út stafinn sinn. Börnunum gekk mis vel við saumaskapinn eins og við var að búast. Á föstudaginn var gullmoladagur og fengu börnin pylsur í matinn og þeir sem vildu horfðu á mynd. Við leyfðum börnunum að búa til perluskálar sem var mjög vinsælt.

Á morgun, þriðjudag ætlum við að fara með börnin í 2. bekk í heimsókn í frístundaheimilið Regnbogann þar sem 3. og 4. bekkur í Seljaskóla eru. Regnboginn er safnfrístund og eru því börn þar úr tveim skólum. Við höfum alltaf farið nokkrum sinnum í heimsókn á hverri vorönn til þess að kynna þau fyrir starfseminni þar og auðvelda þeim breytinguna sem fara í Regnbogann á næstu önn. Ef þið viljið að börnin ykkar fari ekki í heimsóknina endilega látið okkur vita. Við sendum börnin í tómstundir nema við verðum beðin um annað. Áætlaður heimkomu tími er klukkan 15:45.

Við í Vinaseli erum farin að huga að páskafríinu og verða þrír heilir dagar um páskanna. Það eru dagarnir: mánudagurinn 10. apríl, þriðjudagurinn 11. apríl og miðvikudagurinn 12. apríl. Skráningin hefst í dag. Við biðjum foreldra að skrá börnin sín samviskusamlega og bendum á að ef þú hefur ekki fengið staðfestingapóst þá er barnið ekki skráð. Ef þið lendið í vandræðum með að skrá börnin getið þið alltaf leitað til okkar og fengið aðstoð. Síðasti dagur til að skrá sig er mánudagurinn 3. apríl

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt