Klúbbar og fjör í Álfheimum 30.08.2016

 í flokknum: Álfheimar

Fyrsta vikan í Álfheimum gekk mjög vel og erum við smátt og smátt öll að kynnast.

Í þessari viku ætlum við að halda áfram fjörinu.

Við ætlum að byggja saman domino, dansa, njósna og hafa skutlugerð/keppni.

Einnig er alltaf frjálst val í boði á hverjum degi t.d perlur, föndur, dúkkukrók, bílaherbergi, kaplakubba, spila ofl…

Í næstu viku munum við fara af stað með spennandi klúbba sem börnunum er frjálst að taka þátt í.

Einnig erum við með útiveru á hverjum degi.

 

Við munum eftir okkar bestu getu minna börnin á að taka allan fatnað með sér yfir í Álfheima og því er mjög mikilvægt að merkja allan fatnað.

 

Við notum mikið facebook síðu okkar til að koma upplýsingum á framfæri og myndir úr starfinu og því bið ég ykkur að sækja um aðgang í grúppuna.

https://www.facebook.com/groups/551228138402841/?fref=ts

 

Ef að börnin ykkar eru að æfa íþróttir í hverfinu, eða í tónskóla Sigurvins í Gerðubergi þá bjóðum við upp á fylgd fyrstu skiptin og þarf að fylla út og skila inn blaði sem er hér í viðhengi til að upplýsa okkur hvenær barnið á að fara á æfingar.

Ef að barnið verður veikt eða þarf leyfi í vetur þá biðjum við ykkur að láta okkur vita sérstaklega í Álfheimum þar sem við erum ekki með sama skráningarkerfi og skólinn. Allar breytingar á vistun barnanna þurfa að berast á degi hverjum fyrir klukkan 12:30, þó það sé bara breyting þann daginn.

Hér eru starfsmenn Álfheima. Við erum með fjölbreyttan starfsmannahóp og hafa sumir starfsmenn með langa starfsreynslu.

Álfheimar eiga ennþá eftir að ráða starfsmenn og munum við kynna þá þegar þeir hefja störf.

 

Berglind Ósk Forstöðumaður
Brynjar Þór Frístundaleiðbeinandi
Erna Guðrún Frístundaleiðbeinandi
Harpa Frístundaleiðbeinandi
Kamila Agnieszka Frístundaleiðbeinandi
Kristjana Frístundaleiðbeinandi
Svandís Nína Frístundaráðgjafi
Tanja Ósk Aðastoðarforstöðumaður

 

Best er að hafa samband við Álfheima í gegnum tölvupóst tanja.osk.bjarnadottir[hjá]reykjavik.is  og berglind.osk.gudmundsdottir[hjá]reykjavik.is

Síminn í Álfheimum er 411-7553 , Vinnugemsar eru Tanja Ósk 695-5161 og Berglind 695-5139.

 

Ef það eru einhverjar spurningar þá um að gera hafa samband strax við okkur og við leysum úr því 🙂

 

Bestu kveðjur og fyrirfram þakkir

Starfsmenn Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt