Vikan 6.-10. desember

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar og forráðamenn

Nú er ný vika að hefjast hér í Álfheimum, í þessari viku verður í boði ásamt hefðbundna valinu, Söngklúbbur og samflot (fyrir 2. bekk) og jólaföndrið verður á sýnum stað ásamt því að börnin eru byrjuð að föndra jólagjafir fyrir foreldra/forráðamenn.

Samflotið fyrir 2. bekk verður á miðvikudaginn 8. desember. Þar sem að við þurftum að fresta samflotinu síðasta miðvikudag fyrir hóp 2 vegna veðurs, fara þau núna á miðvikudaginn. Þau börn sem eru í hóp 2. þurfa að koma með sundföt og handklæði en flotbúnaður er til á staðnum. Þau börn hafa nú þegar fengið miða heim.

Fimmtudagurinn 9. desember er jólahúfudagur í skólanum, svo að börnin eru einnig velkomin að hafa  jólahúfu hjá okkur þann dag. Einnig væri gaman að ef að þau gætu mætt með náttföt upp rúlluð í töskunni 😊

Við viljum einnig minna á að skráning fyrir heilu dagana í desember er hafin og að seinasti dagur til að skrá er 10. desember. Ekki verður unnt að taka á móti skráningum eftir þann tíma, þá er ekki möguleiki að taka við óskráðum börnum á heilu dagana. Slóðin á skráningu á heilu dögunum er hér: https://innskraning.island.is/?id=valais&path=%2fvala-fristund-vetur

Við viljum minna á að mikilvægt sé að börnin séu með aukaföt í töskunni, ásamt regnfötum og/eða öðrum hlýjum útifötum.

Dagskrá vikunnar er að finna hér fyrir ofan.

Eigið góða viku sem fram undan er 😊

Góðar kveðjur,

Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt