Vikan 9.-13. maí

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn

Í þessari viku erum við með hefðbundið val, ásamt því verðum við með listahugleiðslu, Söngklúbbur og Beyblade klúbb.

Þriðjudaginn 10. maí verðum við með Eurovision partý hjá okkur í Álfheimum 😊

Síðasti dagur í frístundaheimilinu fyrir sumarfrí er föstudagurinn 3. júní.

9.júní byrjar fyrsta námskeið sumarsins og er þessa tvo daga 9. og 10. júní. Það þarf að skrá börnin sérstaklega á hvert námskeið fyrir sig í sumar og hvetjum við ykkur að skoða þessi námskeið þar sem flest eru nú þegar komin með biðlista. https://sumar.vala.is/#/login

Opið er fyrir skráningu fyrir næsta vetur og viljum við hvetja alla að sækja um í frístund, svo hægt sé að manna frístundarheimilið og því taka á móti öllum börnum sem að sækja um svo að þau enda ekki á biðlista þegar frístundin byrjar. https://fristund.vala.is/umsokn/?fbclid=IwAR0b_fNSHr3OzNxYtC9qUzWBy09Mo8wh8DE79J8-3L-w1rYt_1fiwQRUb6I#/login

Við viljum minna á að mikilvægt er að börnin séu með aukaföt í töskunni ásamt regnfötum og/eða öðrum hlýjum fatnaði, þar sem að við reynum að nýta okkur útiveruna vel. Minnum á að Álfheimar eru símalaus eins og skólinn og eiga því símar og símaúr að vera í töskunni á meðan börnin eru í Álfheimum, ef að það þarf að koma skilaboðum til barnanna að hafa frekar samband við okkur og við komum því áleiðis til þeirra. Símanúmer Álfheima er 664-4304 og tölvupóstur alfheimar@rvkfri.is

Dagskrá vikunnar er að finna hér fyrir ofan.

Eigið góða viku sem fram undan er.

Kær kveðja Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt