Vináttuvika í Regnboganum

 í flokknum: Regnboginn
  1. nóvember er dagur gegn einelti og tókum við í frístundaheimilinu Regnboganum að sjálfsögðu þátt í honum. Regnboginn er safnfrístund fyrir börn úr 3. og 4. bekk í Seljaskóla og Ölduselsskóla og vinnum við mikið með félagsfærni og vináttutengsl barnanna. Í ár ákváðum við að vera með vináttubingó meðal annars og virkar það þannig að börnin fengu bingóspjald og áttu svo að spjalla við börn úr hinum skólanum og fylla útí það með því að spurja hin börnin um meðal annars áhugamál þeirra, hvort þau eigi gæludýr og fleira þess háttar. Þetta gerum við til að hvetja þau til að hafa samskipti á milli skólanna tveggja og hugsanlega mynda vinatengsl útfrá sameiginlegum áhugamálum.

Þetta var virkilega vel heppnað og gaman að sjá börnin spjalla saman um hugðarefni sín. Við höldum áfram með vináttuþemað út vikuna og verðum með vináttubandagerð í listasmiðjunni og sýnum mynd um vináttu.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt