Appelsínugul veðurviðvörun í dag, hæfileikakeppni, bolludagur og öskudagur.

 í flokknum: Vinasel

Það er appelsínugul veðurviðvörun í dag. Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi. Við appelsínu gula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum úr skólanum. Hægt að nálgast frekari upplýsingar hérna: https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi

Undankeppnin í hæfileikakeppninni okkar fór fram á mánudaginn. Það var frábær keppni og börnin stóðu sig mjög vel. Við vorum líka ánægð að sjá hvað börnin stóðu vel við bakið á öllum keppendum. Tvö atriði komumst áfram í aðalkeppnina, þar sem öll frístundaheimilin í Breiðholti keppa sín á milli. Hún fer fram í dag í Breiðholtsskóla.

Í næstu viku er nóg að gera. Það er bolludagur á mánudaginn sem við höldum auðvitað hátíðlega. Á miðvikudaginn er öskudagur og ætlum við að hafa Öskudagsgleði í Vinaseli. Við ætlum að hafa diskó og búningakeppni. Það er skertur dagur í skólanum en Vinasel opnar klukkan 13:40 eins og venjulega.

 

Það er best að hringja í mætingarsímann okkar ef þið þurfið að heyra í okkur eftir hádegi: 664-4330

Við bendum á að ef það á að breyta um dagafjölda í Vinaseli þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar.

Tölvupósturinn er lesin fyrir til klukkan 12:00.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt