Dagur gegn einelti, dagur íslenskrar tungu og áminning um næsta heila dag.

 í flokknum: Vinasel

Í þessari viku var Dagurinn gegn einelti þann 8. nóvember. Við í Vinasel settum af stað vináttuverkefni sem stóð út alla vikuna þar sem börnin fengu að teikna myndir af sér og öðrum og hengja upp þannig að allir voru að haldast í hendur, því við stöndum öll saman gegn einelti.

Í næstu viku á fimmtudaginn er dagur íslenskrar tungu þar sem markmið dagsins er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Vinasel mun hafa verkefni sem inniheldur bæði föndur og útskýringu á mikilvægi íslenskunar. Verkefnið byrjar strax í byrjun vikunnar svo sem flest börn geta tekið þátt út næstu viku.

Í lokin viljum minna á næsta heila dag í Vinaseli sem er föstudaginn 24. nóvember .  Ef þú skráir barn og færð ekki tölvupóst varðandi skráningu nánast samstundis hefur eitthvað farið úrskeiðis og þarf að skrá barnið aftur. Ef einhver frekari vandamál halda áfram þá er hægt að senda okkur tölvupóst og við getum aðstoðað varðandi skráningu. Á heilum dögum í Vinasel þarf barnið að koma með tvö nesti, morgunnesti og síðdegisnesti, Vinasel sér um hádegismat. Mikilvægt er að börnin komi með holl og góð nesti þar sem sætindi, snakk og gos eru ekki leyfð og líka er mikilvægt að nestið inniheldur ekki hnetur.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt