Íslensk tunga, mannréttindi barna og jólin.

 í flokknum: Vinasel

Í seinustu viku var dagur íslenskrar tungu og vorum við í Vinasel með föndurverkefni þar sem börnin skrifuðu íslenskt orð á bláan, hvítan eða rauðan pappírsbút og svo tókum við orðin og mynduðum Íslenska fánann úr íslensku orðunum sem börnin skrifuðu. Börnin tóku mjög vel í verkefnið og standa þau oft við fánann að lesa orðin eða benda á hvaða orð þau skrifuðu. Á hverju ári hefur Vinasel líka hjálpað börnunum að gera jólagjafir sem eru frá börnunum og við í Vinasel höfum unnið mikið með öllum börnunum að föndra gjafir sem þau fá að taka með heim bráðlega og gefa manneskju sem þeim þykir vænt um.

Í þessari viku var dagur mannréttindi barna og munu börnin vinna í verkefni út vikuna sem tengist bæði föndri og að kenna þeim um mannréttindin sín. Leiklistin er svo enn þá í fullum gangi í Vinasel enda er sýningin í næstu viku! Leiklistarhópurinn mun fara í Breiðholtsskóla í vikunni að æfa með hinum frístundaheimilunum í fyrsta skipti og er hópurinn mjög spenntur fyrir því. Á dagskrá hjá okkur var svo að hafa foreldrakaffi núna í nóvember enn þar sem við stöndum enn þá í framkvæmdum á húsnæðinu höfum við fært okkar dagsetningu og munum við auglýsa henni þegar framkvæmdum er lokið. Minnum svo á að á föstudaginn 24. nóvember er heill dagur í Vinasel þar sem við tökum aðeins við börnunum sem hafa verið skráð fyrir daginn.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt