Hæfilekakeppnin, dagskrá vikunnar og næsta vika.

 í flokknum: Vinasel

Í síðustu viku réðust úrslitin í Breiðholt got talent, tvö atriði úr hverju frístundarheimili í Miðberg kepptu um titilinn. Það voru dans-, söng-, töfra- og fimleika atriði og allir jafn glæsilegir að keppa fyrir hönd sinna frístundarheimila. Fyrir hönd Vinasels voru það Hrafndís með fimleika atriði og þær Elísabet, Heiðrún, Ísabella, Mirra og Vigdís með dansatriði og gerðu þær Vinasel stolt með sínu frábæru atriðum. Að lokum var það Hraunheimar sem hrepptu titilinn fyrir besta atriðið og við óskum þeim til hamingju með það.

Í þessari viku er svo nokkuð hefðbundin dagskrá og byrjuðum við vikuna með bingó fjöri! Svo er Valentínusardagurinn þriðjudaginn 14. Febrúar þar sem við munum föndra með börnunum eitthvað í því þema. Meira á dagskrá er svo hægt að sjá á foreldra facebookinu. https://www.facebook.com/groups/397536672470744/

Í næstu viku er mikil dagskrá, Bolludagur á mánudeginum þar sem einnig verður Konudagskaffi hjá okkur í Vinasel þar sem við hvetjum mömmur, ömmur, systur og öllum þeim sem vilja koma að kíkja til okkar í kaffi á milli 16:30-18:00. Á öskudeginum verður skemmtun fyrir börnin hjá okkur þar sem slegið verður köttinn úr tunnunni og svo öskudagsball. Öskudagurinn er hefðbundinn skóladagur hjá okkur og opnar Vinasel 13:40.

Vetrarfrí er svo hjá okkur og skólanum 23. – 24. Febrúar og þá er lokað á báðum stöðum enn við tökum við börnunum aftur hressum og kátum mánudaginn 27. febrúar

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt