Breiðholt Got Talent – Frístund

 í flokknum: Álfheimar, Bakkasel, Hraunheimar, Regnboginn, Vinaheimar, Vinasel

Breiðholt Got Talent 2023

 

Þann 10.febrúar fór fram Breiðholt Got Talent – Frístund en það er hæfileikakeppni frístundaheimilanna í Breiðholti. Mikil og sterk hefð er fyrir þessari keppni og er þessi árlegi viðburður mjög vinsæll. Þrátt fyrir að um keppni sé að ræða er mikilvægt að hafa það í huga að öll börnin voru að stíga stór skref með því að fara upp á svið og sýna atriðin sín fyrir framan fullan sal af áhorfendum. Kynnir keppninnar í ár var hinn stórskemmtilegi Hafsteinn Vilhelmsson sem flestir krakkar ættu að kannast við úr Krakkaskaupinu. Stýrði hann viðburðinum með glæsibrag.

Hvert frístundaheimili var sína eigin undankeppni þar sem fjöldinn allur af atriðum keppti um að komast í lokakeppnina. Á endanum voru 13 stórkostleg atriði valin sem stigu á svið í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Keppnin var gríðarlega hörð og spennandi og það var ótrúlega gaman að sjá hvað börnin í hverfinu okkar eru hæfileikarík. Áhorfendur fengu að sjá söngatriði, dansatriði, töfrabrögð og fimleika. Öll atriðin voru alveg frábær og það var úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina en hana skipuðu: Gísli Þorkelsson, Stefanía Lilja Arnardóttir og Þorkell Már Júlíusson en þau eru öll starfsfólk félagsmiðstöðva í Breiðholti.

 

Siguratriðið í ár kom frá frístundaheimilinu Hraunheimum og var það hún Carmelle Feliz Daomilas  sem stóð uppi sem sigurvegari, en hún söng lagið A million dreams. Við óskum henni að sjálfsögðu til hamingju með sigurinn. Við vonum að börnin haldi áfram að rækta sína hæfileika því þeir eru svo sannarlega til staðar í hverfinu okkar.

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt