Heill dagur, bóndadagskaffi og hæfileikakeppni.

 í flokknum: Vinasel

Næsti heili dagur hjá okkur er 7.2.23 Þá er hægt að skrá börnin í lengda viðveru í Vinaseli. Það er hægt að skrá börnin hálfan eða heilan dag og líkur skráningu 2.1.23. Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega óháð því hvort barnið er hálfan eða heilan dag. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á Vala.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað farið úrskeiðis í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

Við ætlum að hafa bóndagaskaffi 26.1.23 á milli 16:30 og 18:00. Við hvetjum þá feður/afa eða aðra áhugasama um að kíkja til okkar í smá kaffisopa.

Á mánudaginn (30.1.23.) ætlum við að hafa undankeppni fyrir hæfileikakeppnina. Hún byrjar um 15:00 og er foreldrum keppanda boðið að koma og horfa á.

Við erum ennþá að glíma við mikla fjarveru starfsfólks þannig að við höfum ekki haft kost á að gera öll þau verkefni viljum hafa í gangi. En við vonum að það fari að rætast úr þessu hjá okkur.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt