Heill dagur, óskilamunir og fyrirskipuð sóttkví.

 í flokknum: Vinasel

 Við erum búin að nýta góða veðrið síðustu viku og verið mikið úti með börnin. Vonum að það haldist svona eitthvað áfram. Ef allt fer síðan að óskum þá byrja æfingarnar aftur 20. október. Við höldum okkar striki og reynum að bjóða börnunum upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.

 Við settum myndir af óskilamunum á Facebook síðuna ykkar. Endilega kíkið á það.

Við bendum foreldrum sem eiga börn sem eru í fyrirskipaðri sóttkví að þeir geta sent okkur vottorð og fengið niðurfellingu gjalda.

 21. október er heill dagur hjá okkur í Vinaseli. Skráning er til 16.10.20. Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á Vala.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Foreldrar þurfa að skrá börnin sama hvort þau séu allan daginn eða fyrir eða eftir hádegi. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað farið úrskeiðis í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

Það er lokað í Vinaseli 22.-27. okt.

 Tölvupósturinn er lesin fyrir til klukkan 12:00. Ef þið þurfið að koma upplýsingum til okkar eftir þann tíma þá þurfið þið að hringja.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt