Íþróttavikan mikla!

 í flokknum: Vinasel

Í síðustu viku var foreldrakynning sem gekk mjög vel og viljum við þakka þeim kærlega sem komu og áttu gæða stund með okkur. Í síðustu viku var líka tekin ákvörðun að á mánudögum og fimmtudögum er samvera fyrir sitthvorn bekkinn í einu og hefur það gengið ágætlega. Í samveru er farið yfir hluti sem betur mega fara, hrósað þeim ef eitthvað gengur vel og núna í vikunni verður gefið þeim spurningalista sem starfsmaður fyllir út með hugmyndum sem þau hafa til að gera Vinasel betra fyrir þau. Við höfum einnig verið mjög heppin með veður í seinustu viku og reynum við að nýta þessa góðu útiveru eins lengi og við getum. Það var mikið um föndur í síðustu viku og fótboltaspil opnaði aftur eftir langa pásu og gekk það mjög vel.

Í þessari viku er svo Íþróttavika sem er sameiginlegur viðburður innan Miðbergs. Í þessari viku munum við æfa fjórar mismunandi og óhefðbundnar íþróttir í vikunni sem eru eftirfarandi: reipi tog, stígvélakast, boðhlaup og limbó. Á fimmudaginn tökum við svo börnin yfir í Ölduselskóla þar sem Vinasel og Vinaheimar keppast í þessum íþróttum, börn á móti börnum og starfsfólk á móti starfsfólki. Áður fyrr var alltaf fastur liður að hafa svona íþróttaviku og erum við spennt að taka hana aftur upp.

Í næstu viku er svo heill dagur hjá okkur miðvikudaginn 4. október í Vinasel þar sem það er skipulagsdagur í skólanum. Skráning fyrir næsta heila dag lýkur núna 27. september. Við tökum ekki á móti börnum sem eru ekki skráð hvort sem barnið er skráð heilan dag eða hálfan dag hjá okkur. Á Völu er líka opið fyrir skráningu á heilum degi þann 25. október .

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt