Íþróttavikan, Ávaxtakarfan og heill dagur.

 í flokknum: Vinasel

Í seinustu viku var íþróttavika Miðbergs tekin aftur upp eftir nokkra ára pásu. Viðburðurinn gekk talsvert betur enn við gerðum ráð fyrir og ekki var það verra hvað við fengum gott veður þann dag. Beint eftir mat á fimmtudeginum skiptum við þeim niður í nokkrar raðir og fórum með þau að Ölduselskóla þar sem börnin þar tóku á móti okkur. Aðeins var keppt í reipi togi og limbó þar sem það virtist vera vinsælast auk þess að frjáls leikur var einnig í boði fyrir börnin. Keppnisorkan var jákvæð og góð og vann Vinasel 3-1 í reipi togi. Börnin voru síðan ansi svekkt þegar starfsfólk Vinasels tapaði á móti starfsfólkinu í Vinaheimum enn við gerum betur á næsta ári!

Í þessari viku er enginn sérstakur viðburður til að halda uppá enn við stefnum á að hægt og rólega undirbúa börnin fyrir leikritið sem er Ávaxtakarfan í ár. Eins og áður stendur það bara til boða fyrir 2.bekk að taka þátt í leikritinu og stendur til að sýningin sé 30. nóvember. Á miðvikudaginn er svo heill dagur í Vinasel þar sem við tökum bara á móti börnunum sem eru skráð hjá okkur. Vil einnig minna á það að þau börn sem eru skráð þurfa að taka tvö nesti með sér þennan dag enn við í Vinasel sjáum um hádegismatinn. Passið einnig að börnin séu klædd eftir veðri.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt